02.03.1979
Efri deild: 64. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2924 í B-deild Alþingistíðinda. (2327)

56. mál, Hæstiréttur Íslands

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Allshn. athugaði þetta mál og leitaði umsagna um það hjá lagadeild Háskólans, Hæstarétti, Dómarafélaginu, Lögmannafélaginu og réttarfarsnefnd. Umsagnir bárust frá þessum aðilum öllum og þeir mæla allir eindregið með því að frv. verði samþykkt.

Í aths. eru greindar ástæður fyrir flutningi frv., og dómsmrh. gerði líka grein fyrir því við 1. umr. svo þau rök verða ekki rakin hér. N. leggur til að frv. verði samþ. óbreytt. En eins og nál. ber með sér voru tveir nefndarmenn, Jón G. Sólnes og Ólafur Ragnar Grímsson, fjarstaddir þegar málið var afgr. í nefndinni.

Ég vil geta þess, að n. láðist að gera till. um breyt. á gildistökuákvæði, sem í frv. er miðað við dag sem nú er liðinn. Ég hef þess vegna flutt brtt. um þetta atriði, þar sem lagt er til að lögin öðlist þegar gildi. Þetta virðist nánast vera eðlileg leiðrétting. Sem sagt, n. leggur til að frv. verði samþykkt.