02.03.1979
Efri deild: 65. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2930 í B-deild Alþingistíðinda. (2341)

203. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Frsm. meiri hl. (Stefán Jónsson):

Herra forseti. Viðstaddir sjútvn.-menn d. hafa rætt brtt. sem samþ. var í Nd. Nm. virðist að þessi breyt., sem gerð var á frv. í Nd., sé óþörf, og það fer varla á milli mála að hún er vanhugsuð og ber nokkurn blæ af því, með hvaða hætti sjútvn. Nd. hefur fjallað um þetta sérstaka mál. En sökum þess að við erum komnir í tímaþröng getum við ekki leyft okkur það sem okkur væri skapi næst og vert væri, að senda frv. aftur til Nd. með áminningu þessarar hv. d. um vandaðri vinnubrögð og frekari nýtingu handbærrar greindar. Því höfum við ákveðið að mæla með því að frv. verði samþ. með á orðinni breytingu.

Þegar ákvörðun okkar um að mæla með því, að hin vanhugsaða till. verði samþ., er rétt ígrunduð, þá leyfist deildinni það.