06.03.1979
Sameinað þing: 61. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2985 í B-deild Alþingistíðinda. (2363)

40. mál, bann við kjarnorkuvopnum á íslensku yfirráðasvæði

Forseti (Gils Guðmundsson):

Hv. 9. þm. Reykv. vék að því í upphafi ræðu sinnar, að hann furðaði sig á því að 1. dagskrármálið á þessum fundi, þ. e. a. s. fiskveiðiheimildir Íslendinga og Færeyinga, eða sá samningur sem gerður var þar um, skyldi vera tekið út af dagskrá. Af þessu tilefni vil ég aðeins segja, að ýmsar ástæður hafa því miður valdið því að undanförnu að þetta mál hefur líklega þrisvar ef ekki fjórum sinnum verið tekið út af dagskrá. Ég ætla ekki að fara að rekja ástæðurnar lið fyrir lið, en vil aðeins minna hv, þm. á að ástæðan til þess, að þetta mál, sem var eitt af hinum fyrstu á fundi Sþ. s. l. fimmtudag, var tekið út af dagskrá þá, var sú, að hv. frsm. utanrmn., hv. 9. þm. Reykv., var fjarstaddur. Ég vona að næst þegar þetta mál verður á dagskrá verði hægt að ljúka umr. um það.