14.03.1979
Sameinað þing: 68. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3220 í B-deild Alþingistíðinda. (2519)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Gils Guðmundsson):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 14. mars 1979.

Þórarinn Sigurjónsson, 2. þm. Suðurl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég vegna sérstakra anna mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér samkv. 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna forfalla 1, varamanns taki 2. varamaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Sváfnir Sveinbjarnarson sóknarprestur, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fara fram rannsókn kjörbréfs í sameinuðu þingi.

Ingvar Gíslason,

forseti. Nd.

Mér hefur borist einnig í sambandi við þetta bréf svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 12. 3. 1979.

Hér með tilkynnist yður, að vegna sérstakra anna heima fyrir mun ég ekki geta tekið sæti á Alþingi í fjarveru Þórarins Sigurjónssonar, 2. þm. Suðurl.

Virðingarfyllst,

Hilmar Rósmundsson,

1. varaþm. Framsfl. í

Suðurlandskjördæmi.

Einnig hefur mér borist kjörbréf til handa séra Sváfni Sveinbjarnarsyni. Vil ég nú óska þess, að kjörbréfanefnd taki þessi gögn til athugunar og gef 8 mínútna fundarhlé meðan kjörbréfið er rannsakað. — [Fundarhlé.]