14.03.1979
Sameinað þing: 68. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3222 í B-deild Alþingistíðinda. (2525)

165. mál, fiskveiðiheimildir Íslendinga og Færeyinga

Kjartan Ólafsson:

Herra forseti. Eins og ég greindi frá í umr. um þetta mál, þá er ég þeirrar skoðunar að það beri að segja upp hið fyrsta fiskveiðisamningum við bæði Norðmenn og Belga. En ég lít öðrum augum á þá samninga, sem um er að ræða við Færeyinga, og er ekki tilbúinn til þess að hengja till. um uppsögn samninga við þá aftan í þá heimild sem hér er lagt til að samþykkt verði. Með tilliti til þess, að ég vil ekki tengja þetta þannig saman og er ekki tilbúinn að fallast á að samningum við Færeyingana beri að segja upp, segi ég nei við þessari tillögu.