14.03.1979
Neðri deild: 62. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3244 í B-deild Alþingistíðinda. (2556)

104. mál, alþjóðasamningar um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu

Frsm. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Allshn. þessarar hv. d. hefur haft til meðferðar frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til að staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá alþjóðasamninga um vanúr gegn mengun sjávar af völdum olíu. Svo sem fram kemur á þskj. 115 er hér um að ræða eftirtalda samninga: alþjóðasamning frá 29. nóv. 1969 um íhlutun á hafinu þegar óhöpp koma fyrir sem valda eða geta valdið olíumengun, alþjóðasamning frá 29. nóv. 1969 um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar og alþjóðasamning frá 18. des. 1971 um stofnun alþjóðasjóðs til að bæta tjón af völdum olíumengunar. Þessir samningar fylgja allir á þskj. sem ég áðan nefndi.

Ástæðan fyrir því, að lengi dregst að staðfesta alþjóðasamninga, er sú, eins og hefur áður verið upplýst og að ég hygg oftar en einu sinni, að erfiðlega gengur að fá þá þýdda eða skráða á okkar máli. Það eru þó nokkuð margir slíkir samningar sem eru til meðferðar hjá þeim mönnum sem við þau mál fást.

Þetta frv. er komið frá hv. Ed. og þar var mælt með því shlj. Svo er einnig í allshn. þessarar hv. d. Allir nm. mæla shlj. með því að frv. verði samþ. óbreytt.