15.03.1979
Sameinað þing: 69. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3279 í B-deild Alþingistíðinda. (2589)

Umræður utan dagskrár

Einar Ágústsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í þær deilur, sem hér hafa orðið um fréttaflutning úr þessu hv. Alþingishúsi. Ég ætla að halda mig við það sem ég talaði um í fyrri ræðu og skal hafa það aðeins örfá orð.

Nú segja hv. talsmenn Sjálfstfl. að það sé á misskilningi byggt hjá mér að þeir hafi gagnrýnt frumvarpsflutning hæstv. forsrh. Ég hlýt þá að draga þá ályktun af þessum yfirlýsingum, að þeir telji að forsrh. hafi gert rétt í því að flytja þetta frv. Jafnljóst er þá hitt, að tæplega flytti hann frv. ef hann væri búinn að segja af sér.