20.03.1979
Sameinað þing: 70. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3412 í B-deild Alþingistíðinda. (2651)

339. mál, útgáfa fiskikorta

Fyrirspyrjandi (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Minni hl. við afgreiðslu fjárl. fyrir árið 1979 var meiri hl. við afgreiðslu fjárl. fyrir árið 1978, og hvorugur meiri hl. treysti sér til að taka upp sérstaka fjárveitingu, þannig að bæði eru nú skæðin góð. En ég þakka hæstv. sjútvrh. fyrir greinargóð svör og ég lét nokkuð huggast. Það er unnið kappsamlega að framgangi málsins. Áhugi minn beindist sérstaklega að fiskikortum, en ekki siglingakortum. Og ég lýk máli mínu með því að skora á hæstv. ráðh. að beita sér nú vasklega fyrir því, hverrar ættar sem meiri hl. verður í fjvn. til undirbúnings og afgreiðslu næstu fjárl., að nú fáist nægjanleg fjárveiting til að staðið verði við þessa viljayfirlýsingu og ákvörðun Alþingis sem tekin var 15. mars 1977.