26.03.1979
Neðri deild: 67. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3586 í B-deild Alþingistíðinda. (2799)

346. mál, niðurfelling afnotagjalds af síma fyrir ellilífeyrisþega

Karl Steinar Guðnason:

Herra forseti. Fsp. sú, er hér liggur fyrir, er um framkvæmd laga um síldarleit úr lofti. Lög þessi voru sett árið 1954 — lög sem kveða á um að halda skuli uppi síldarleit fyrir Norður- og Austurlandi vor- og sumarmánuðina. Nú hefur síldarleit þessi verið aflögð. En fsp. er þannig:

„Hvert hefur verið verkefni síldarleitarnefndar s. l. áratug, þar sem ekki hefur verið um skipulega síldarleit að ræða úr lofti eða á annan hátt?

Hvenær var nefndin síðast skipuð?

Hverjar hafa verið tekjur og gjöld nefndarinnar á þessum tíma og hverjar eru eignir síldárleitarnefndar nú?

Hverjir eru endurskoðendur nefndarinnar og hvenær fór endurskoðun síðast fram?

Er ekki tími til kominn að leggja nefndina niður og skila eigendum eignum, ef einhverjar eru?“