02.04.1979
Neðri deild: 69. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3760 í B-deild Alþingistíðinda. (2931)

22. mál, Framkvæmdasjóður öryrkja

Ellert B. Schram:

Herra forseti. Enginn vafi er á því, að lengst af hafa markaðir tekjustofnar gegnt mikilvægu hlutverki og komið mörgu góðu til leiðar. Nú hafa menn í seinni tíð talað um að hverfa af þeirri braut. Tvímælalaust er það æskileg aðferð ef Alþ. getur tekið ákvörðun um fjárframlög frá einu ári til annars án þess að styðjast við markaða tekjustofna, og ég er hlynntur því, að markaðir tekjustofnar og lög um þá séu tekin til endurskoðunar. En þar sem hér er mjög gott mál á ferðinni vil ég ekki greiða atkv. gegn því af formsástæðum einum saman og lýsi yfir að ég er efnislega sammála því sem felst í till., en hef aths. við formið á henni, og þess vegna greiði ég ekki atkv.