02.04.1979
Neðri deild: 69. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3763 í B-deild Alþingistíðinda. (2945)

22. mál, Framkvæmdasjóður öryrkja

Forseti (Ingvar Gíslason):

Hv, þm. segir já. En út af orðum hans að öðru leyti vil ég taka það fram, að atkvgr. verður haldið áfram með þeim möguleikum sem forseti hefur til þess að drifa áfram atkvgr. hér í hv. d. Það er að vísu rétt, að það eru ýmsir fjarverandi, og hygg ég að það sé nú ekki nýlunda að ekki sé hver maður í sínu sæti þegar greidd eru atkv. eða þingstörf fara fram. Sjálfsagt er að taka það til athugunar að víta menn fyrir þetta, en ég víl nú bíða með að láta af því verða þangað til meiri sakir verða á menn bornar í þessum efnum og menn brjóta meira af sér en orðið hefur. Það er að vísu rétt, að það hefur gengið erfiðlega að koma þessu máli áfram hér, það hefur verið tafsamt, en slíkt hlýtur alltaf að koma fyrir af og til í þingstörfum og ég hygg að þetta gangi allt greiðar þegar líður á atkvgr.