03.04.1979
Sameinað þing: 77. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3773 í B-deild Alþingistíðinda. (2954)

Rannsókn kjörbréfs - varamenn taka þingsæti

Frsm. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar fjögur kjörbréf. Ég leyfi mér að gera grein fyrir þeim öllum í einu lagi.

Það er þá í fyrsta lagi kjörbréf Þorbjargar Arnórsdóttur, sem er 1. varaþm. Alþb. í Austurlandskjördæmi og kemur nú til þings vegna utanfarar Lúðvíks Jósepssonar, 1. þm. Austurl. N. leggur til að kosning þessi verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.

Þá er það í öðru lagi kjörbréf Jóns Kristjánssonar, sem er 2. varaþm. Framsfl. í Austurlandskjördæmi. Hann kemur nú til þings vegna utanfarar Tómasar Árnasonar, 4. þm. Austurl., en fyrir liggur yfirlýsing frá 1. varaþm. Framsfl. í Austurlandskjördæmi, Halldóri Ásgrímssyni, þar sem hann lýsir yfir að hann geti af persónulegum ástæðum ekki tekið sæti á þingi að þessu sinni. Kjörbréfanefnd leggur til að kosning þessi verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.

Þá er í þriðja lagi kjörbréf gefið út af landskjörstjórn, þar sem þess er getið að Bjarni Guðnason prófessor hafi hlotið kosningu sem landsk. varaþm. fyrir Alþfl. Hann skipar 2. sæti landsk. varaþm. Alþfl. og kemur nú til þings í fjarveru Finns Torfa Stefánssonar, 2. landsk. þm., en 1. landsk. varaþm. Alþfl. hefur setið á þingi frá þingbyrjun svo sem kunnugt er. Kjörbréfanefnd leggur til að kosning þessi verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.

Þá er í fjórða og síðasta lagi kjörbréf Jóns Ásbergssonar framkvæmdastjóra, Sauðárkróki, sem er 1. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi vestra og kemur nú til þings vegna fjarveru og utanfarar Eyjólfs K. Jónssonar, 5. þm. Norðurl. v. Kjörbréfanefnd hefur skoðað þetta kjörbréf og leggur til að kosningin verði tekin gild og kjörbréfið samþykkt.

Leyfi ég mér að afhenda hæstv. forseta kjörbréfin öll fjögur.