03.04.1979
Sameinað þing: 77. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3787 í B-deild Alþingistíðinda. (2978)

346. mál, niðurfelling afnotagjalds af síma fyrir ellilífeyrisþega

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir að gefa mér tækifæri til að stiga hér í stólinn á undan honum. En í framhaldi af þeim hluta umr. um þetta mál, sem ég hef hlustað á, langar mig til að beina þeirri spurningu til hæstv. samgrh., til samanburðar við gamla fólkið, hverjir aðrir en ellilífeyrisþegar njóta þeirra hlunninda að hafa fría eða kostnaðarlitla símaþjónustu? Ástæðan til þess, að ég spyr, er sú fullyrðing, sem ég hef heyrt, að gífurlega stór hópur starfsmanna Pósts og síma njóti þeirra sérréttinda sem hér er verið að fara fram á fyrir gamla fólkið.