02.11.1978
Sameinað þing: 13. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 330 í B-deild Alþingistíðinda. (303)

32. mál, lífríki Breiðafjarðar

Jónas Árnason:

Herra forseti. Menn vita þá hvers vegna aðeins er einn flm. að þessari till. Það er vegna þess að það var aðeins einn þm, af 12 þm. Vestfjarða og Vesturlands á tilteknum fundi í Búðardal. Þar hafa menn sem sé komið til þessa hv. þm. og sagt: Hvar eru hinir 11? Og hann hefur að sjálfsögðu ekki getað gefið nein svör við því. Ég segi fyrir mig, að ég var löglega forfallaður, gat alls ekki komist á þennan fund. En svolítið skrýtin er nú þessi skýring. Ég vil reyndar ekki hefja mikið pex út af þessu, en spyr þó: Ber að skilja þetta sem svo, að ágætir náttúruverndarmenn á Vestfjörðum og Vesturlandi hafi sagt við þennan hv. þm.: Flyttu þetta mál einn, og þar með skulum við kenna þeim hinum að skammast sín. — Ég trúi því nú ekki. Þetta er sem sé engin skýring. Ég ætla hins vegar ekki að þýfga hv. þm. um nánari skýringu.