04.04.1979
Neðri deild: 71. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3863 í B-deild Alþingistíðinda. (3057)

125. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Ellert B. Schram:

Herra forseti. Í umr. um þetta frv. hef ég lýst þeirri skoðun minni, að frv. og brtt. landbn. séu allsendis ófullnægjandi til þess að draga úr offramleiðslu landbúnaðarvara. Forsenda þess, að unnt sé að styðja stórauknar útflutningsbætur á þessu ári, er sú, að raunverulega sé ljóst að dregið verði úr offramleiðslu og að sýnt sé fram á hvernig afla skuli tekna til frekari bóta, ef til þeirra kemur, þannig að þessari endaleysu haldi ekki stöðugt áfram. Sú forsenda liggur ekki fyrir og ég er því ekki tilbúinn til að greiða atkv. með þessari till. og sit hjá.