07.04.1979
Neðri deild: 74. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4052 í B-deild Alþingistíðinda. (3160)

230. mál, stjórn efnahagsmála o.fl.

Kjartan Ólafsson:

Herra forseti. Í þessari grein frv. er gert ráð fyrir að lengja greiðslur verðbóta á laun við þróun viðskiptakjara. Ég er almennt hlynntur því að svo verði gert. En þar sem að þessari tengingu verðbótagreiðslna við þróun viðskiptakjara er staðið með þeim hætti, að þau ákvæði ein sér munu leiða til 3% kaupskerðingar, í stað þess að ef miðað hefði verið við viðskiptakjarastig s. l. hálfs árs hefðu kaupskerðingaráhrifin aðeins orðið 0.3%, og þar sem ég sætti mig ekki við að tengingunni sé hagað með þessum afleiðingum fyrir launafólk í landinu, þá segi ég nei.