07.04.1979
Neðri deild: 74. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4053 í B-deild Alþingistíðinda. (3165)

230. mál, stjórn efnahagsmála o.fl.

Svava Jakobsdóttir:

Herra forseti. Í þessum lið er gert ráð fyrir að láglaunafólk haldi rétti til verðbóta án frádráttar vegna tengingar við viðskiptakjör 1. júní, og í næsta lið er gert ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrisþegar muni halda sama rétti. Ég mun því greiða atkv. með þessum lið og þeim næsta. Hins vegar er í þeim lið, sem er nú til atkvgr., gert ráð fyrir að þessir hópar fólks verði sviptir þessum rétti aftur 1. des. í ár. Því er ég andvíg og mun af þeim sökum sitja hjá við afgreiðslu frv. í heild. En í atkvgr. um þennan lið segi ég já.