07.04.1979
Neðri deild: 74. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4054 í B-deild Alþingistíðinda. (3169)

230. mál, stjórn efnahagsmála o.fl.

Kjartan Ólafsson:

Herra forseti. Efni þessarar greinar er að mæla fyrir um það, að settar skuli reglur er heimili sérstaka skattlagningu á veiðar á þorski og öðrum þeim fiskstofnum sem teljast ofnýttir. Með tilliti til þess, að fyrir skömmu hefur sjútvrn. gefið út reglugerð sem skerðir mjög alvarlega afkomumöguleika þeirra sem stunda þorskveiðar á togurum og vinna við fiskvinnsluna í landi, og með tilliti til þess, að slík aukaskattlagning til viðbótar við afleiðingar þessarar reglugerðar, sem út hefur verið gefin, mundi vera óbærileg og leiða stöðvun yfir mikilvægt atvinnulíf í landinu, þá segi ég nei.