23.04.1979
Sameinað þing: 81. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4079 í B-deild Alþingistíðinda. (3187)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Gils Guðmundsson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavik, 11. apríl 1979.

Jónas Árnason, 4. þm. Vesturl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég af heilsufarsástæðum mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Alþb. í Vesturlandskjördæmi, Bjarnfríður Leósdóttir, varaformaður Verkalýðsfélags Akraness, sæti mitt á Alþingi í forföllum mínum.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fara fram í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Jafnframt hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 17. apríl 1979.

Vegna sérstakra anna get ég ekki tekið sæti á Alþingi í veikindaforföllum Jónasar Arnasonar, 4. þm. Vesturl., nú í aprílmánuði.

Virðingarfyllst,

Skúli Alexandersson.“

Enn fremur hefur mér borist kjörbréf frá yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis til handa Bjarnfríði Leósdóttur, og óska ég þess, að kjörbréfanefnd taki þessi gögn til athugunar, og geri 7 mínútna fundarhlé meðan kjörbréfanefnd er að störfum. — [Fundarhlé.]