27.04.1979
Efri deild: 84. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4251 í B-deild Alþingistíðinda. (3354)

271. mál, heilbrigðisþjónusta

Félmrh. (Magnús H. Magnússon):

Herra forseti. Raufarhafnarbúar hafa að sjálfsögðu tjáð sig andvíga þessari breytingu. Þeir hafa haldið í þá von að geta fengið lækni. Eins og komið hefur fram var Raufarnöfn breytt úr H stöð í H 1 stöð, en enginn læknir hefur fengist þangað eigi að síður. Þórshöfn var á sama tíma breytt í H 1 úr H 2 stöð. Síðan hefur gengið illa að manna þá stöð. Það er hald manna að með því að breyta Þórshöfn í H 2 stöð, tveggja lækna stöð, — þar er allur aðbúnaður betri, húsnæði betra og annað eftir því — verði auðveldara að fá tvo menn á Þórshöfn en einn á hvorn staðinn fyrir síg. Síðan er aftur á móti vel mögulegt að annar af þeim læknum, sem eru eða verða á Þórshöfn, geti verið ákveðinn tíma og ákveðna daga á Raufarhöfn. Það er sem sagt hald manna að þetta sé til bóta fyrir báða staðina þegar upp verður staðið, þó að auðvitað sé æskilegast að læknar séu sem víðast.

Ég tek undir það aftur, að kostnaðarskiptinguna þarf að endurskoða.