08.05.1979
Efri deild: 90. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4464 í B-deild Alþingistíðinda. (3547)

292. mál, tilbúningur og verslun með smjörlíki

Dómsmrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Segja má að enn sé rætt um allfornt ákvæði sem þarfnast breytinga. Lög um tilbúning og verslun með smjörlíki o. fl. hafa verið óbreytt í nærri því hálfa öld. Samkv. þeim lögum er óheimilt að blanda smjör með ómengaðri jurtafitu eða jurtaolíu. Sá háttur hefur hins vegar mjög víða verið upp tekinn, m. a. til að koma í veg fyrir að smjör verði mjög hart þegar geymt er í kæli. Það frv., sem hér er flutt, er flutt í þeim tilgangi að heimila slíka blöndun í smjör.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa um málið langa framsögu, en vil þó geta þess, að hér er um að ræða viðleitni til að auka sölu og neyslu smjörs með því að hafa það á markaðnum í breytilegra formi en nú er.

Herra forseti. Að lokinni þessari umr. legg ég til að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. landbn.