08.05.1979
Efri deild: 91. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4479 í B-deild Alþingistíðinda. (3567)

147. mál, verðgildi íslensks gjaldmiðils

Frsm. meiri hl. (Jón Helgason):

Herra forseti. Hv. 5. þm. `Norðurl. v. hefur gert grein fyrir þeirri brtt. sem hann flytur ásamt tveimur öðrum hv. þm. Þetta mál var rætt í fjh.- og viðskn. Meiri hl. mælir með að krónuheitinu verði haldið óbreyttu, og gat ekki fallist á þau rök sem hv. síðasti ræðumaður lagði fram máli sínu til stuðnings.

Ég held að hægt sé að benda á ýmislegt þarna á móti. Það hafa farið fram svona gjaldmiðilsskipti bæði hjá Finnum og Frökkum og þeir breyttu ekki nafni á gjaldmiðli sínum í þau skipti. Ég held að það hafi ekkert komið að sök að talað hafi verið þar um hruman gjaldmiðil þó að t. d. væri notað meðan skiptin gengu yfir orðið „nýfranki“ þegar nýi frankinn var tekinn upp. Ég held að þó að orðið „króna“ megi tengja við konungsveldi sé kóróna miklu eldri, það megi rekja uppruna hennar lengra. Við höfum víst allir heyrt talað um þyrnikórónu og hún var ekki á þjóðhöfðingja. Ég held því að dálítið langsótt sé að telja að það sé af einhverri þjónkun við konungsveldi að nota krónunafnið. — En ég skal svo ekki orðlengja þetta frekar.