08.05.1979
Neðri deild: 82. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4484 í B-deild Alþingistíðinda. (3589)

218. mál, landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn

Frsm. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða samansöfnun á þeim ákvæðum laga um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn sem fyrir voru í lögum að langmestu leyti. Ég hirði ekki um að rekja þær breytingar sem raunverulega felast í frv., þar eð ég gerði það lítillega við annað tækifæri — 1. umr. nánar tiltekið — aðeins skýra frá því að allshn. þessarar hv. d. hefur athugað frv., en það er komið frá Ed. sem gerði breytingu á 6. gr., og mælir með frv. svo breyttu.