08.05.1979
Neðri deild: 82. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4488 í B-deild Alþingistíðinda. (3594)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ég vil taka það fram un: fundarhald í hv. þd., að ekki er gert ráð fyrir kvöldfundi. En ég vil taka það strax fram, að á morgun verður fundur í d. og þá er svo ráð fyrir gert að gefið verði hlé til þingflokksfunda milli 4 og 5, en annars standi deildarfundur linnulaust og vafalaust verður þá kvöldfundur. Eru hv. þdm. beðnir um að sækja fast fundi, því að nú verða atkvgr. látnar ganga fram á nótt ef þess er þörf, enda hygg ég að þdm. og mér sýnist að þeir hafi raunar of lengi lónað í meinleysi um afgreiðslu mála.