10.05.1979
Sameinað þing: 91. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4571 í B-deild Alþingistíðinda. (3706)

41. mál, varnir gegn olíumengun í nágrenni Keflavíkurflugvallar

Frsm. (Árni Gunnarsson):

Herra forseti. Í utanrmn. hefur verið fjallað um till. til þál. um varnir gegn olíumengun í nágrenni Keflavíkurflugvallar. N. fjallaði allnokkuð um þessa till. og fékk útskýringar hæstv. utanrrh. á því, hvað hann hyggst gera í því máli sem hér um ræðir. Það er niðurstaða n., sem allir nm. skrifa undir, en Gils Guðmundsson og Svava Jakobsdóttir, hv. þm., með fyrirvara, að leggja til að þessari þáltill. verði vísað til ríkisstj. þar eð í ljós hafi komið að utanrrh. hafi þegar skipað n. manna til að fjalla um málið.