10.05.1979
Efri deild: 95. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4593 í B-deild Alþingistíðinda. (3727)

283. mál, útvarpslög

Bragi Sigurjónsson:

Herra forseti. Það er aðeins fyrirspurn til hv. flm., hvort þetta þýði það, ef verða tekin 10% af brúttótekjum stofnunarinnar og lögð í þennan framkvæmdasjóð, þar eð mér skilst að tekjur Ríkisútvarpsins séu ákveðnar, að þá verði minna fé árlega til að leggja í dagskrárgerð útvarpsins, því að þarna er tekið af brúttótekjunum sem eru bundnar fastar.

Mig langaði að vita þetta áður en ég greiddi atkv. um frv.