07.11.1978
Sameinað þing: 15. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 431 í B-deild Alþingistíðinda. (373)

21. mál, aðbúnaður og hollustuhættir á vinnustöðum

Fyrirspyrjandi (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. þau svör sem hann gaf við þessari fsp., sem er framhald af því sem ég óskaði eftir þegar hið skriflega svar lá fyrir. Þá hef ég fengið svar við því sem ég bað um, að undanskilinni einni framkvæmd, sem eru vegagerðarframkvæmdir, en þær eru skornar niður um 100 millj. kr. Ég tók það fram, að ég óskaði sérstaklega eftir að fá sundurliðun á þeim framkvæmdum sem þessi niðurskurður nær til. Að öðru leyti tel ég fsp. svarað.