10.05.1979
Efri deild: 95. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4600 í B-deild Alþingistíðinda. (3743)

247. mál, Rafmagnseftirlit ríkisins

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Það er alveg rétt, sem hv. síðasti ræðumaður sagði, að það er ekki ástæða til þess að bendla þetta við skattagleði. Þetta orð hrökk út úr mér, ef svo mætti segja. En mér þykir vænt um athugasemdir hv. 3. landsk. þm. um þetta efni. Mér finnst þær bera vitni um að honum finnist að það sé ekkert æskilegt að vera haldinn skattagleði.

Ég notaði ekki þau orð, að þessar tekjur, sem ég geri ráð fyrir að verði óbreyttar, séu ríflegar. En ég vænti þess, að þær séu nægilegar og sérstaklega ef brtt. hv. 3. landsk. þm. á þskj. 668 verður samþ.