11.05.1979
Neðri deild: 85. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4670 í B-deild Alþingistíðinda. (3855)

298. mál, ríkisreikningurinn 1977

Fjmrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Frv. til l. um samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1977 liggur hér fyrir hv. þd. á þskj. 645. Frv. til fjáraukalaga vegna sama árs hefur þegar verið lagt fram í Sþ. og vísað til hv. fjvn.

Frv. þetta til l. um samþykkt á ríkisreikningnum fyrir árið 1977 er samið eftir ríkisreikningi, A-hluta, fyrir árið 1977, sem yfirskoðunarmenn hafa fjallað um og undirritað till. sínar við hinn 3. þ. m., maímánaðar 1979. Ríkisreikningurinn, A-hluti, var afhentur yfirskoðunarmönnum til meðferðar og lagður óendurskoðaður fyrir Alþ. í aprílmánuði 1978 og B-hluti reikningsins í nóv. s. l. Nú er reikningurinn í heild lagður fyrir Alþ. endurskoðaður með aths. yfirskoðunarmanna, svörum ráðh. við þeim og tillögum yfirskoðunarmanna.

Yfirskoðunarmenn gerðu fsp. eða aths. í 8 liðum og birtu auk þeirra yfirlit um viðskipti innheimtuembætta við ríkissjóð samkv. bókhaldi ríkisbókhaldsins fyrir árið 1977 með hliðstæðum h'ætti og áður hefur verið gert. Í till. sínum telja yfirskoðunarmenn að fullnægjandi skýringar hafi fengist við aths., en að nokkur atriði verði til athugunar framvegis. Ég leyfi mér að vísa í ríkisreikninginn til nánari skoðunar varðandi þennan þátt í afgreiðslu reikningsins.

Hér á Alþ. hefur áður verið gerð grein fyrir afkomu ríkissjóðs á árinu 1977. Ég mun þó geta stærstu gjalda- og teknaliða A-hluta reikningsins eins og þeir koma fram í frv. og ríkisreikningi.

Gjöld námu 102 milljörðum 821 millj. kr. 127 þús. Tekjur námu 100 milljörðum 277 millj. 532 þús. kr. Rekstrarhalli nam því 2 milljörðum 543 millj. 595 þús. kr. Gjöld einstakra rn. voru þessi:

Æðsta stjórn ríkisins 804 millj. 794 þús. kr. Forsrn. 1799 millj. 919 þús. kr., þar af 630 millj. kr. til Byggðasjóðs. Menntmrn. 15 milljarðar 995 millj. 203 þús. kr., þar af 5 milljarðar 70 millj. kr. til Háskólans, menntaskóla og sérskóla, 7 milljarðar 276 millj. kr. til héraðsskóla og grunnskóla. Utanrrn. 1303 millj. 776 þús. kr. Landbrn. 5 milljarðar 870 millj. 267 þús. kr., þar af 2 milljarðar 706 millj. kr. til uppbóta á útfluttar landbúnaðarafurðir. Sjútvrn. 2 milljarðar 581 millj. 960 þús. kr., þar af Haftannsóknastofnun 632 millj. kr. Dóms- og kirkjumálarn. 7 milljarðar 66 millj. 901 þús. kr., þar af 1725 millj. kr. til Landhelgisgæslu. Félmrn. 4 milljarðar 699 millj. 904 þús. kr., þar af 3 milljarðar 669 millj. kr. til Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Heilbr.- og trmrn. 34 milljarðar 561 millj. 29 þús. kr., þar af 24 milljarðar 546 þús. kr. til Tryggingastofnunar ríkisins og Atvinnuleysistryggingasjóðs. Fjmrn. 4 milljarðar 276 millj. 472 þús. kr., þar af 1 milljarður 98 millj. kr. til toll- og skattheimtu, 1233 millj. kr. til uppbóta á lífeyri, eftirlauna og styrktarfjár, auk 183 millj. kr. til lífeyrissjóða bænda og verkalýðsfélaga. Samgrn. 10 milljarðar 412 millj. 775 þús. kr., þar af 6 milljarðar 382 millj. kr. til vegamála. Iðnrn. 3 milljarðar 233 millj. 64 þús. kr., þar af til Orkusjóðs, Orkustofnunar og annarra þátta orkumála 2 milljarðar 557 millj. kr. Viðskrn. 6 milljarðar 645 millj. 745 þús. kr., þar af niðurgreiðslur 5 milljarðar 770 millj. kr. og olíustyrkir 743 millj. kr. Hagstofan 77 millj. 667 þús. kr. Ríkisendurskoðun 99 millj. 552 þús. kr. Fjárlaga- og hagsýslustofnun 3 milljarðar 392 millj. 99 þús. kr., þar af vegna vaxta og verðbóta af skuldum ríkissjóðs 3 milljarðar 346 millj. kr.

Stærstu tekjuliðir voru eftirtaldir og er þá miðað við álagningu þeirra en ekki innheimtu:

Skattar námu 98 milljörðum 379 millj. 573 þús. kr. Beinir skattar námu 14 milljörðum 16 millj. kr., þar af tekjuskattur 9 milljarðar 595 millj. kr. Óbeinir skattar námu 84 milljörðum 363 millj. kr., þar af nam sölugjald í hlut ríkissjóðs, hluti Jöfnunarsjóðs er ekki meðtalinn, 36 milljörðum 151 millj. kr., gjöld af innflutningi 22 milljörðum 432 millj. kr., sérstakt vörugjald 5 milljörðum 907 millj. kr. Hagnaður Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins var 8 milljarðar 219 millj. kr. og launaskattar 5 milljarðar 890 millj. kr.

Aðrar tekjur en skatttekjur námu 1 milljarði 897 millj. 959 þús. kr., þar af vextir 1247 millj. kr.

Ég tel ekki ástæðu til að rekja fleiri tölur úr ríkisreikningi fyrir árið 1977, en vísa í reikninginn sjálfan að öðru leyti. Leyfi ég mér að leggja til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn. að lokinni þessari umr.