14.05.1979
Neðri deild: 86. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4741 í B-deild Alþingistíðinda. (3959)

270. mál, aðstoð við þroskahefta

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Af því að ég var á öðrum fundi þegar félmn. fjallaði um þetta frv. vil ég að það komi hér fram, að ég er mjög ánægður með að þetta frv. er komið á þennan rekspöl. Ég spurði um það í vetur í sambandi við sjóð öryrkja, hvort ekki væri von á þessu frv., og vissi, að það fólk, sem vinnur við þessi mál, hafði mikinn áhuga á að þetta frv. yrði lögfest á þessu þingi. Og þó að ég hafi að vísu mínar efasemdir í sambandi við 24. gr., þá styð ég þetta frv. heils hugar.