14.05.1979
Neðri deild: 86. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4747 í B-deild Alþingistíðinda. (3980)

147. mál, verðgildi íslensks gjaldmiðils

Frsm. meiri hl. (Finnur Torfi Stefánsson):

Herra forseti. Mál þetta hefur þegar hlotið afgreiðslu í Ed. og þar var gerð á því sú breyting, að breytt var dagsetningu í 1., 3., 4., 5., 6., 7., 8., og 1 l. gr. Fjh.- og viðskn. Nd. hefur fjallað um þetta mál svo breytt og meiri hl. er samþykkur því að leggja til að þetta verði hér staðfest og samþ., en minni hl. hefur skilað séráliti.

Málið fjallar um breytingu á verðgildi íslensks gjaldmiðils þar sem lagt er til að hundraðfalda verðgildi krónunnar, og við leggjum sem sagt til að þetta verði samþykkt.