10.10.1978
Sameinað þing: 1. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4 í B-deild Alþingistíðinda. (4)

Rannsókn kjörbréfs

Aldursforseti (Oddur Ólafsson):

Þingmönnum hefur nú verið skipað í kjördeildir og munu þær skipta með sér verkum í samræmi við ákvæði þingskapa, þannig að 1. deild fær 2. deild, 2. deild fær 3. deild og 3. deild fær 1. kjördeild kjörbréf þeirra þingmanna sem eru í hverri þeirra fyrir sig.

Fundarstaðir fyrir kjördeildir verða sem hér segir: 1. kjördeild hér í fundarsal neðri deildar, 2. kjördeild í fundarsal efri deildar og 3. kjördeild í flokksherbergi Sjálfstfl.

Ég bið hv. þingmann Einar Ágústsson að kalla saman 1. kjördeild hv. þingmann Albert Guðmundsson að kalla saman 2. kjördeild og hv. ráðherra Benedikt Gröndal að kalla saman 3. kjördeild. Nú verður gert hlé á fundinum á meðan kjördeildir starfa. Fundinum er frestað. —[Fundarhlé.]

Þá verður fundi fram haldið í Sþ. og verða teknar fyrir tillögur kjördeildanna. Ég gef frsm. 1. kjördeildar, hv. 9. þm. Reykv., Einari Ágústssyni, orðið. Síðan mun ég gefa frsm. 2. kjördeildar, hv. 1. þm. Reykv., Albert Guðmundssyni, orðið og þá frsm. 3. kjördeildar, hæstv. utanrrh., Benedikt Gröndal.