15.05.1979
Sameinað þing: 95. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4772 í B-deild Alþingistíðinda. (4024)

16. mál, beinar greiðslur til bænda

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Allshn. hefur haft til umfjöllunar till. til þál. á þskj. 16 um beinar greiðslur til bænda. N. klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Meiri hl. n., sem skipaður er Ellert B. Schram, Gunnlaugi Stefánssyni, Vilmundi Gylfasyni, Jónasi Árnasyni, Lárusi Jónssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni, leggur til að till. verði samþ. óbreytt, en minni hl. n., hv. þm. Páll Pétursson, skilar minnihlutaáliti og mun gera grein fyrir því. Meiri hl. n. leggur til að till. verði samþykkt.