15.05.1979
Neðri deild: 88. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4792 í B-deild Alþingistíðinda. (4069)

249. mál, afborgunarkaup

Frsm. (Kjartan Ólafsson):

Herra forseti. Ég vil vegna óska hv. 5. landsk. þm., Friðriks Sophussonar, um frestun á 2. umr. þessa máls taka fram, að ég er fús að beita mér fyrir því við formann fjh.- og viðskn., sem ekki er staddur í d. nú, að málið verði tekið á dagskrá í n. á nýjan leik, og vænti þess að svo geti orðið. Ég vil einnig segja, að ég tel að á það væri lítandi að gera einhverjar breytingar á þessu frv. Ef um þær breytingar væri fullt samkomulag milli Neytendasamtakanna og Verslunarráðsins væri rétt og sjálfsagt að skoða það. En hitt vil ég segja, að ég er mjög sammála þeirri niðurstöðu í umsögn Neytendasamtakanna, að æskilegt sé-og mjög æskilegt — að afgreiða þetta mál á þessu þingi. Með tilliti til þess vil ég vænta þess að samkomulag geti orðið um að ljúka nú 2. umr., en málið yrði þá skoðað í n. milli 2. og 3. umr.