15.05.1979
Neðri deild: 88. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4794 í B-deild Alþingistíðinda. (4080)

238. mál, námsgagnastofnun

Frsm. (Ingvar Gíslason):

Herra forseti. Þetta frv. um Námsgagnastofnun er komið frá Ed. Menntmn. þessarar d. hefur haft frv. til meðferðar og mælir með að það verði samþ. óbreytt eins og það kom frá Ed.

Um þetta frv. er að vísu hægt að halda nokkuð langa ræðu. g vil geta þess, sem menn kannske þekkja flestir, að þetta frv. hefur áður legið fyrir Alþ. — þetta mun vera í sjötta sinn sem það liggur fyrir Alþ.,— en rétt er að geta þess, að að þessu sinni hefur frv. breyst mjög mikið frá því sem var í upphafi. Vegna þess að ég er dálítið kunnugur þessu frv. frá fyrri tíð get ég þess, að mörgum, sem um það fjölluðu fyrr á árum, þótti skorta nægilega grg. um kostnað og hvernig þróun Námsgagnastofnunar mundi verða með árunum. En nú lá fyrir n. bréf frá fjárlaga- og hagsýslustofnun fjmrn., sem er prentað sem fskj. með nál. okkar. Í þessu bréfi er m. a. bent á að aukning á umsvifum stofnunarinnar frá núverandi fyrirkomulagi sé háð ákvörðun Alþ. við afgreiðslu fjárlaga hverju sinni, og verður því ekki séð að samþykkt frv. ein út af fyrir sig valdi ríkissjóði auknum útgjöldum. Þetta merkir að menn verða líka að gæta þess að frv., þó það fjalli vissulega um mikið fjárhagsmálefni, á ekki að !eiða til sjálfkrafa fjárútláta, heldur mun Alþ. fjalla um fjárveitingar til stofnunarinnar á hverju ári. Þetta tel ég mjög mikilvægt að komi fram.

Ég tel líka að það sé óþarfi að menn láti það fráfæla sig þessu máli að verið sé að stofna nýtt ríkisfyrirtæki. Að vísu er rétt að koma á til nýtt fyrirtæki á vegum ríkisins með nýju nafni. En hitt er miklu sannara að þarna sé verið að sameina ríkisfyrirtæki en fjölga þeim. Það er raunverulega verið að fækka ríkisstofnunum. Tvö ríkisfyrirtæki eru lögð niður, Ríkisútgáfa námsbóka og Fræðslumyndasafn ríkisins, og yfirstjórn þessara stofnana er verulega minnkuð þannig að forstjórum er fækkað og það er fækkað í stjórnarnefndum í sambandi við þessar stofnanir.

Þeir nm. í menntmn., sem á fundi voru, samþykktu að leggja til að þetta frv. yrði samþykkt óbreytt. Fjarverandi fund n., þegar málið var afgreitt, voru tveir hv. þm., Ólafur G. Einarsson og Ellert B. Schram, en undir nál. skrifa Svava Jakobsdóttir, Ingvar Gíslason, Sighvatur Björgvinsson, Eiður Guðnason og Bjarnfríður Leósdóttir.