16.05.1979
Efri deild: 104. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4842 í B-deild Alþingistíðinda. (4135)

92. mál, almannatryggingar

Frsm. (Bragi Níelsson):

Herra forseti. Þetta frv. um aðstoð við psoriasissjúklinga er þannig vax:ð að allir vildu gjarnan styðja þetta mál. Málið hefur tekið ýmsum breytingum í meðferð þingsins. Í þeirri mynd, sem það kom frá Nd., höfum við í heilbr.- og trn. En. athugað málið vandlega. N. hefur fjallað um það á nokkrum fundum sínum og er sammála um að mæla með samþykkt þess. N. telur þó að í reglugerð, sem tryggingaráð kemur til með að semja, verði um að ræða fastari tengsl við húðsjúkdómadeild Landsspítalans en gert er ráð fyrir í núverandi frv.

Svona mál er vissulega vandmeðfarið, og n. er ljóst að ef farið er verulega út í það að styrkja sjúklinga til lækninga erlendis verði þar vel á málum að halda svo að ekki geti orðið um misnotkun að ræða. En til að tefja ekki málið var ekki lagt til að nein breyting yrði gerð á frv. eins og það liggur fyrir, en þó bent á þá leið að húðsjúkdómadeild fylgist náið með þessum sjúklingum, bæði áður en og eftir að sjúklingurinn fer til slíkrar meðferðar, svo að sjá megi hverjum hún dygði og hverjum dygði ekki. Því mælir n. með samþykkt þessa frv.