16.05.1979
Neðri deild: 89. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4845 í B-deild Alþingistíðinda. (4159)

249. mál, afborgunarkaup

Frsm. (Kjartan Ólafsson):

Herra forseti. Ég sagði við umr. um þetta mál í gær, að ég teldi út af fyrir sig ekki óeðlilegt að orðið væri við ósk hv. þm. Friðriks Sophussonar um að fjalla aftur um málið milti 2. og 3. umr. í hv. n., og ég flutti um það skilaboð til formanns fjh.- og viðskn. En eins og annríki er hér á þingi í þessari viku hefur ekki unnist tími til að fjalla um málið í fjh.- og viðskn. Nd. á nýjan leik. Mér finnst eftir atvikum að ætti að vera hægt að láta duga að viðbótarathugun fari fram í Ed., eins og hv. þm. Friðrik Sophusson lýsti yfir áðan að hann féllist á. Ég hélt nú reyndar að málið væri þar með leyst með viðunandi samkomulagi.

Ég ætla hér ekki að svara fyrir n. í heild í þessum efnum, heldur vil ég aðeins taka fram vegna þess sem ég sagði í gær, að ég hef komið skilaboðunum á framfæri og hv. þm. Friðrik Sophusson hins vegar fallist á að sú athugun, sem hann fór fram á, eigi sér stað í hv. Ed.