16.05.1979
Neðri deild: 89. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4850 í B-deild Alþingistíðinda. (4170)

243. mál, jarðræktarlög

Gunnlaugur Stefánsson:

Herra forseti. Ég hef fá orð um þetta mál að segja. Ég vil aðeins spyrja hæstv. landbrh. að því, hvort hann komi til með að nýta þá heimild sem getur um í 3. gr., í a-, b-, c-, d-, e- og f-liðum, um að skerða framlög til ýmiss konar framkvæmda eins og 3. gr. veitir landbrh. heimild til, en þar stendur: „Heimilt er landbrh. í samráði við stjórn Búnaðarfélags Íslands að ákveða eftirgreind frávik frá ákvæðum þessarar greinar á næstu 5 árum.“ — Spurning mín er sú, hvort hæstv. landbrh. ætli að nýta þessa heimild og hvort búast megi við að það verði gert strax á þessu ári. Ég vil leggja áherslu á að það verði gert, heimildir í 3. gr. verði nýttar eins og kostur er. Fremur ætti að standa í 3. gr. að landbrh. væri skylt að fylgja eftir þessum niðurskurði.