16.05.1979
Neðri deild: 89. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4863 í B-deild Alþingistíðinda. (4186)

311. mál, tímabundið aðlögunargjald

Iðnrh. (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Hv. 1. þm. Reykv. hefði átt að halda þessa ræðu fyrir svo sem eins og einu ári og hefur e. t. v. haldið hana þegar lögfest var jöfnunargjaldið á innfluttar iðnaðarvörur, því að það var samkv. ákvörðunum fyrrv. ríkisstj. sem ákveðið var að þetta færi ekki óskipt til íslensks iðnaðar, heldur héldi ríkissjóður eftir þriðjungi af þessu gjaldi. Ég geri ráð fyrir að hæstv. þáv. iðnrh. hafi ekki verið ánægður með þau skipti, en þannig lyktaði þeirri glímu og þær reglur hafa ekki verið brotnar upp, því miður.