18.10.1978
Neðri deild: 4. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (42)

11. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. (Vilmundur Gylfason):

Herra forseti. Allshn. hefur komið saman til fundar til þess að fjalla um frv. til l. um breytingu á þingsköpum Alþingis. Flm. eru Lúðvík Jósepsson, Gunnar Thoroddsen, Sighvatur Björgvinsson og Halldór E. Sigurðsson.

Allshn. fyrir sitt leyti leggur til að frv. verði samþ. og hefur gefið út svofellt nál.:

„Nefndin hefur haft frv. á þskj. 11 til meðferðar. N. leggur til að frv. verði samþykkt. Matthías Á. Mathiesen var fjarverandi.“

Undir þetta rita Vilmundur Gylfason, Svava Jakobsdóttir, Árni Gunnarsson, Friðrik Sophusson, Gils Guðmundsson, Einar Ágústsson.