17.05.1979
Efri deild: 106. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4896 í B-deild Alþingistíðinda. (4227)

302. mál, leiðrétting söluskatts af leiksýningum áhugafélaga

Frsm. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 778 frá menntmn. N. mælir með samþykkt till. og leggur til að lagfæringin nái einnig til leiksýninga annarra áhugafélaga, svo sem ungmennafélaga, íþróttafélaga, kvenfélaga og fleiri slíkra. Ragnhildur Helgadóttir var fjarverandi afgreiðslu málsins.

Ég þarf í raun og veru ekki að skýra þetta nánar. Í þessari þáltill á þskj. 678 er nánast farið fram á lagfæringu. Þetta er mál sem er búið að vera mjög mikið deilumál hjá áhugamannafélögum, að þurfa að greiða skatt til ríkisins af sjálfboðastarfi á menningarsviðinu. Það hefði verið freistandi að koma með ábendingar um fleiri atriði á þessu sviði, íþróttastarfsemi og fleira slíkt. En við gerum hér aðeins tillögu að því er varðar leiksýningar áhugafélaga, en teljum nauðsynlegt að skilgreina nánar þau félagasambönd sem þarna eru nefnd, því þau standa oft fyrir slíkum leiksýningum eins og áhugaleikfélögin.

Ég hef ekki annað að segja um þessa till., en vænti þess að hún verði samþ.