18.05.1979
Neðri deild: 91. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4984 í B-deild Alþingistíðinda. (4315)

273. mál, framlag Íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Frsm. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um þetta frv., en það er komið til þessarar d. frá Ed. N. mælir öll með samþykkt frv. Hér er um tiltölulega mjög einfalt mál að ræða. Það er verið að veita ríkisstj. heimild til þess að Ísland stækki kvóta sinn hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum samkv. þeim reglum sem um það gilda, þannig að Seðlabankinn hafi möguleika til þess að njóta þeirra lána sem þar er hægt að fá með hagstæðari kjörum en annars staðar verða fengin. Hér er því um formsatriði að ræða þar sem er verið að veita heimild til þess að stækka þann kvóta sem í gildi er í rauninni samkv. sérstökum samningi. — Fjh.- og viðskn. mælir öll með samþykkt frv.