18.05.1979
Neðri deild: 91. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4996 í B-deild Alþingistíðinda. (4323)

291. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. Ég tel það ekki réttláta fundarstjórn, þegar hafin er umr. um mál sem flm., sem er ráðh., fylgir úr hlaði, sem er auðvitað fullkomlega eðlilegt, og síðan talar annar stjórnarliði, en þegar fyrsti ræðumaður, sem biður um orðið frá stjórnarandstöðu, er næstur á mælendaskrá, þá sé hrokkið frá þeim umr. og yfir í önnur mál. Annaðhvort var þá að láta ráðh. einan tala eða þá að gefa stjórnarandstöðu kost á því að láta til sín heyra í málinu. Þetta er sú venja sem ég hef átt að venjast frá því að ég kom á þing, og það er þetta sem ég fyrst og fremst set út á.