18.05.1979
Neðri deild: 91. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5018 í B-deild Alþingistíðinda. (4336)

151. mál, framhaldsskólar

Forseti (Ingvar Gíslason):

Út af þessum ummælum hv. þm. vil ég geta þess aftur sem ég gat áðan, að ég mun halda þessari umr. opinni þannig að hægt sé að leita afbrigða fyrir brtt. Ég tel ekki eðlilegt að stöðva umr. á þessu stigi. Hér eru margir menn á mælendaskrá og þess vegna fullkomlega eðlilegt eftir þingsköpum að halda áfram umr. En ég endurtek það, að umr. verður ekki lokið fyrr en hægt verður að veita afbrigði fyrir brtt. hv. þm.