18.05.1979
Sameinað þing: 98. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5024 í B-deild Alþingistíðinda. (4344)

237. mál, farstöðvar

Frsm. (Gunnlaugur Stefánsson):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað till. til þál. um notkun farstöðva, 237. mál. Þessi þáltill. hljóðar þannig, með leyfi forseta:

„Alþingi ályktar að fela samgrh. að láta endurskoða fjarskiptareglur Pósts og síma að því er varðar notkun farstöðva í bifreiðum og öðrum farartækjum, á vinnustöðum, í heimahúsum og á víðavangi. Endurskoðunin taki mið af þeim tæknilegu framförum, sem orðið hafa í framleiðslu fjarskiptatækja að undanförnu, og stefni að því að um notkun farstöðva gildi raunhæfar reglur, sem dragi ekki úr gildi stöðvanna sem öryggistækja.“

Undir nál. rita Páll Pétursson, Vilmundur Gylfason, Gunnlaug~ei Stefánsson, Ellert B. Schram, Lárus Jónsson og Bjarnfríður Leósdóttir. Fjarverandi afgreiðslu málsins var Ólafur Ragnar Grímsson.

Ég held að ekki sé ástæða til á þessu stigi málsins að gera nánari grein fyrir þessari afgreiðslu, ég held að hún sé fullnægjandi.