19.05.1979
Efri deild: 110. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5048 í B-deild Alþingistíðinda. (4380)

19. mál, dómvextir og meðferð einkamála í héraði

Vilhjálmur Hjálmarsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins geta þess, að ég mun ekki taka þessa tillögu til baka. Ég ræddi þessa till. við flm., hv. þm. Ellert B. Schram, og virtist hann vera ásáttur um að málið næði fram að ganga í þessu formi. Vera má að Nd. stöðvi málið, og vera má að málið sé þannig vaxið að það þurfi nánari skoðunar. Þá er ekki nema nokkurra mánaða bið þangað til þing kemur saman á ný. Hins vegar álit ég, eins og ég lýsti þegar ég lagði þessa till. fram, að það hafi verið nokkuð vandlega unnið að formun hennar.

Í annan stað vil ég láta í ljós efasemdir um þau ummæli hv. þm. 3. landsk., að það sé óeðlilegt að breytingar á vöxtum hafi áhrif. Ég efast um að þetta sé nokkuð óeðlilegt því þarna er aðeins gert ráð fyrir vöxtum eins og þeir eru á hverjum tíma á meðan að mál bíður úrslita. Ég sé ekki fljótt á lítið að það út af fyrir sig þurfi að vera óeðlilegt. Nú er hins vegar unnið að því að fjárskuldbindingar verði yfirleitt verðtryggðar, og þá kemur sá þátturinn gegnum framkvæmd þeirra lagaákvæða sem þar að lúta.

Ég ætla ekki að fara út í langar umr. um þetta, en vil láta þess getið, að ég ætla ekki að taka till. til baka.