19.05.1979
Sameinað þing: 99. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5089 í B-deild Alþingistíðinda. (4453)

77. mál, leit að djúpsjávarrækju

Frsm. (Ágúst Einarsson):

Herra forseti. Atvmn. hefur fjallað um þessa þáltill. og leitað umsagna um hana. N. leggur einróma til að till. verði samþ. með þeirri breytingu, að hún verði um að leita að djúpsjávarrækju umhverfis landið, en í upphaflegu till. voru einungis tilgreindir nokkrir landshlutar. Fannst n. eðlilegra að það næði til allra landshluta. Þessi breyting er gerð í samráði við flm., að tillgr. orðist eins og segir á þessu þskj. — Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Jón G. Sólnes og Kjartan Ólafsson.