21.05.1979
Neðri deild: 94. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5118 í B-deild Alþingistíðinda. (4488)

291. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Þegar ég lýsti fyrir skömmu brtt. minni á þskj. 675, þá var eigi fram komin brtt. á þskj. 826 frá þeim Albert Guðmundssyni og Eggert Haukdal við brtt. mína. Virðist af þessari brtt. mega ætla að hv. þm. Eggert Haukdal muni fást til þess að hverfa frá brtt. á þskj. 745, sem hann virðist vera einn af flm. að, til fylgis við brtt. mína á þskj. 675, að því tilskildu, að brtt. hans og hv. þm. Alberts Guðmundssonar verði samþykkt.

Ég vil aðeins benda á að sú breyting, sem þeir hv. þm. Atbert Guðmundsson og Eggert Haukdal leggja til á þskj. 826, er þess efnis, að niðúr úr einni mgr. í minni till. falli mjög mikilvægt efnisatriði, sem sé það að sá vandi, sem skapast hefur sökum svo mikillar umframframleiðslu landbúnaðarafurða að leyfileg verðábyrgð ríkissjóðs nægir ekki til, skuli leystur án þess að ríkissjóður taki á sig frekari fjárskuldbindingar um verðábyrgð en gildandi lög heimila. Í till. minni er þetta eitt af meginatriðum málsins, að við þá fyrirgreiðslu, sem veitt kann að verða af opinberum aðilum í þessu skyni, verði við það miðað og út frá því gengið, að það skuli gert án þess að ríkissjóður taki á sig frekari fjárskuldbindingar um verðábyrgð en gildandi lög heimila, m. ö. o.: það skuli gert án þess að auka útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir umfram það sem gildandi lög heimila. Auðvitað eru til fjölmargar aðrar leiðir til þess að mæta þessum vanda en sú að leggja þessa byrði til viðbótar þeim öðrum sem á herðar skattborgara eru lagðar í þessu sambandi. Ég vil aðeins taka það fram, að með því að fella þetta meginatriði út úr till. minni, að tillögugerð um lausn vandans eigi að hafa það til hliðsjónar að útflutningsuppbætur verði ekki auknar frá því sem lög heimila, er að sjálfsögðu verið að gera mikla efnisbreytingu á till. Og ég veit að það er skoðun margra og yrði túlkað svo eftir á, að með því að fella þetta atriði úr till. væri hv. Alþ. að vísa því efnisatriði á bug sem það hefði verið beðið um að taka afstöðu til, að útflutningsbótafjárhæðin skyldi ekki hækkuð umfram lögleyfð mörk.

Við höfum rætt þessa brtt. í þingflokki Alþfl. og höfum samþykkt að standa alls ekki að henni. Við erum atfarið andvígir því, að þetta vandamál landbúnaðarins, sem vissulega er til, verði leyst með þeim hætti að auka verðábyrgð ríkissjóðs umfram það sem lög heimila, verði leyst með þeim hætti að auka á útflutningsuppbætur sem lögum samkv. ættu á yfirstandandi ári að nema eitthvað í kringum 6 milljarða kr. Við teljum að það sé meira en nóg að leggja slíka upphæð á bök skattborgara í landinu til þess að standa undir offramleiddum afurðum án þess að verið sé að gefa undir fótinn með að auka enn á þá byrði.

Ég vildi aðeins láta fram koma nú, vegna þess að brtt. þeirra hv. þm. Alberts Guðmundssonar og Eggerts Haukdal kom ekki fram fyrr en ég hafði lokið minni ræðu fyrr við umr., að við í þingflokki Alþfl. erum andvígir þessari brtt. þar sem hún breytir mjög mikilvægu efnisatriði í okkar till. og yrði án efa túlkuð þannig, að Alþ. væri að hafna því meginatriði málsins að afmarka lausnina þannig, að hún verði ekki í því fólgin að auka útflutningsuppbætur. Mér er kunnugt um að strax og þessi till. þeirra hv. þm. kom fram var því lýst yfir, m. a. af hæstv. landbrh., að hann skoðaði samþykkt brtt. þeirra hv. þm. Alberts Guðmundssonar og Eggerts Haukdals sem afstöðu Alþingis í þá veru sem ég hef hér lýst. Og ég er sannfærður um að fleiri mundu skoða málið svo, enda hlýtur það að vera eðlileg ályktun þegar ákveðið efnisatriði er lagt fyrir Alþ. til að taka afstöðu til og Alþ. tekur þá afstöðu að fella það eða a. m. k. að neita að taka afstöðu til þess.

Síðan vil ég aðeins benda hæstv. forseta á að ég á von á því, að hæstv. landbrh. dragi til baka brtt. sína á þskj, 659, þar eð hv. landbn. tekur hana óbreytta ypp í brtt. sinni á þskj. 745 en bætir við einni setningu í þá brtt.

Verði það gert, sem ég tel tvímælalaust að hæstv. landbrh. ætli sér að gera, þá mundi mín brtt. á þskj. 675 eigi ganga til atkv. þar sem till., sem hún er flutt sem brtt. við, væri dregin til baka. Þess vegna óska ég eftir því við hæstv. forseta, — verði sú niðurstaðan, sem ég hef hér lýst, að hæstv. landbrh. dragi brtt. sína til baka, — að mér verði leyft að flytja brtt. á þskj. 675 sem brtt. við till. landbn. á þskj. 745 þannig að hún gangi til atkv. þegar að lokinni 2. umr.