21.05.1979
Neðri deild: 95. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5163 í B-deild Alþingistíðinda. (4535)

19. mál, dómvextir og meðferð einkamála í héraði

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég vil geta þess, að ætlun mín var sú að setja hér fund aftur til þess að geta lokið málum, og þá hafði ég hugsað mér og hef gert það í samráði við samstarfsmann minn ágætan í þinginu, hv. 7. þm. Reykv., og fjmrh. að taka fyrir ríkisreikninginn 1977 og halda málinu áfram þar sem frá var horfið um þetta leyti á föstudaginn.

Ég get getið þess, að þar voru tveir menn á mælendaskrá þegar málinu var frestað. Það voru hv. 3. þm. Vestf. og hv. 5. landsk. þm.