22.05.1979
Sameinað þing: 101. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 5196 í B-deild Alþingistíðinda. (4567)

354. mál, símamál

Menntmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Ég vil segja það eitt um þessi orð hv. þm., að það hefur ávallt verið ljóst að jöfnun símgjalda hlyti að valda hækkun símgjalda hjá einhverjum hluta símnotenda. Annað er að sjálfsögðu útilokað, nema mismunurinn sé greiddur af ríkisfé með öðrum hætti. Hins vegar verður auðvitað ekkert um það sagt, hvort þessi ákveðnu kaup á tækjum muni hafa í för með sér hækkun símgjalda fyrir hinn almenna, venjulega notanda. Það ræðst að sjálfsögðu af taxtaákvörðunum þegar þar að kemur. Ég tel að stefna beri að því, að taxtinn verði með þeim hætti að sá, sem talar hæfilega löng samtöl, njóti svipaðra kjara og verið hefur. Hitt er ljóst, að þessi breyting mun hafa það í fór með sér að þeir, sem tala hlutfallslega mjög löng samtöl hverju sinni, munu fá hækkuð símagjöld.